Barbie: Prinsessuskólinn
Líf og fjör í skólanum
Hér bregður Barbie sér í hlutverk hinnar góðhjörtuðu Blair sem fær að stunda nám við Prinsessuskólann þar sem stúlkum er kennt að dansa, halda teboð og haga sér eins og alvöru prinsessur. Blair finnst mjög gaman í skólanum ásamt nýju vinkonum sínum, prinsessunum Hadley og Islu. Þegar einn af konunglegu kennurunum áttar sig á því að Blair lítur út alveg eins og prinsessan sem konungsríkið er að leita að, reynir hann að koma í veg fyrir að hún geri tilkall til kórónunnar. Nú þurfa Blair og vinkonur hennar að finna töfrakórónu sem getur sannað hver Blair er í raun og veru, en það reynist þeim ævintýrarík leit í þessari heillandi og skemmtilegu prinsessusögu!
- Ár: 2011
- Land: United States of America, Canada
- Genre: Family, Animation, Fantasy
- Stúdíó: Rainmaker Entertainment, Mattel
- Lykilorð: princess, based on toy, school
- Leikstjóri: Ezekiel Norton
- Leikarar: Diana Kaarina, Morwenna Banks, Nicole Oliver, Brittney Wilson, Ali Liebert, Shannon Chan-Kent